Fréttir
SKÍS (Skíðafélagið í Stafdal) hélt Fjarðaálsmót 15 ára og yngri í Stafdal í dag í blíðskapar veðri. Færið var nokkuð erfitt en lítil snjóhula var ofan á harðfenni sem var fljót að skrapast ofan af og svellbunkinn kom upp úr. Þrátt fyrir þetta stóðu allir keppendur sig vel og nutu dagsins í fjallinu. 41 keppandi var skráður til leiks frá Skíðafélagi Fjarðabyggðar.
Í flokkum 7 ára og yngri og 8-9 ára áttum við nokkra keppendur frá Fáskrúðsfirði sem allir stóðu sig vel og fengu verðlaun fyrir þátttöku að móti loknu. Þau eru: Sævar Berg Sverrisson, Valborg Rós Guðlaugsdóttir, Íris Elma Gunnarsdóttir, Emil Eide Bjarnason, Hafþór Helgi Gunnarsson, Jóna Dís Arnarsdóttir og María Ljósbjörg Guðlaugsdóttir. Því miður helltis Snædís Birta Guðmundsdóttir úr lestinni í upphitun en kemur sterk inn næst.
Í eldri flokkum áttum við Fáskrúðsfirðingar einnig nokkra keppendur en þeir eru: Vigdís Huld Vilbergsdóttir, Sólný Petra Þorradóttir, Inga Guðjónsdóttir og Jason Eide Bjarnason. Þau stóðu sig öll vel. Vigdís Huld varð í 2. sæti í svigi í flokki stúlkna 12-13 ára og Jason Eide varð í 2. sæti í bæði svigi og stórsvigi í flokki drengja 10-11 ára.
Takk fyrir flottan dag og til hamingju með árangurinn öll sem eitt.
Hér að neðan fylgja myndir af mótinu og úrslit mótsins:
Úrslit dagsins:

