Fréttir

 Úrslitakeppnin í neðri deildum í blaki er um næstu helgi

Úrslitakeppnin í neðri deildum í blaki er um næstu helgi

24.03.2022 2022 blak

Í vetur hafa tvö lið frá okkur tekið þátt í Íslandsmótinu í blaki. Eitt í 3. deild kvenna (Leiknir) og annað í 6. deild kvenna (Leiknir B). Fyrirkomulagið í neðri deildum er þannig að leikin eru þrjú helgarmót. Eftir tvö fyrri mótin hafa öll lið leikið innbyrðis. Þá er deildunum skipt í efri og neðri hluta og leikin A og B úrslit. Eftir fyrri helgarmótin voru liðin í þriðja og fimmta sæti og spila því bæði í A úrslitum í sínum deildum um helgina. Leiknir leikur á Siglufirði og Leiknir B á Dalvík. Við óskum liðunum góðs gengis.

Hér að neðan má sjá stöðuna eftir eina leikna umferð í hvorri deild (bæði helgarmótin).

Leiknir
Aftari röð frá vinstri: Elva Rán, Guðbjörg Rós, Hulda Björk, Eyrún María, Ramses. Fremri röð frá vinstri: Elsa Sigrún, Mist og Rebekka Sól

Leiknir B
Aftari röð frá vinstri: Steinunn Björg, Kristel Ben, Sigurveig Sædís, Magnea María, Ramses.
Fremri röð frá vinstri: Guðný, Tania Li og Una Sigríður

Engin ummæli enn
Leit