Íþróttahús

Íþróttahúsið

Húsið stendur við Óseyri 1 og er alhliða íþróttahús í fullri stærð sem þjónar sem skólamannvirki, til æfinga fyrir íþróttafélagið Leikni og fyrir almenning auk þess sem húsið er nýtt fyrir mótahald og keppnir. 

Knattspyrnuvöllur stendur við hlið íþróttahúsins. Bað- og búningsklefar íþróttahússins eru nýttir fyrir æfingar og keppnir á knattspyrnuvellinum. 
Líkamsræktarstöð er í íþróttahúsinu. Íþróttahúsið er nýtt undir kennslu flesta daga frá morgni til kl. 16:00 en eftir það taka við æfingar íþróttafélaganna. 

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk í síma 475 9045.
Leit